Smá blogg
Jæja, kannski maður kroti smá hérna, enda ekki nema ca. hálft ár síðan síðast. Árið hefur gengið bara svona þokkalega. Bíllinn fékk yfirhalningu og kostuðu herlegheitin litlar 14 þúsund danskar. Það var ekki nema 7 þúsund meira en lagt var upp með. Allar bremsur voru í klessu, skipt um tímareim, viftureimsdisk, hjólbarða og hele galleriet smurt líka. Þannig séð þá er þessi upphæð ekki há, en vont að fá þetta í einum skammti.
Búsetan á Munkebjergvej hefur gengið glimrandi. Börnin hafa komið til mín með reglulegu millibili og það hefur verið mjög ljúft. Nú er komin upp sú staða að okkur býðst betra húsnæði nær vinnunni hennar Heiðu og skóla krakkanna. Ef allt gengur eftir áætlun þá verðum við flutt í júlí byrjun. Húsið er hreint út sagt frábært. 2 auka herbergi, garður og kanínubúr. Frekar flott og ekki skaðar að maður sparar 1000 danskar krónur á mánuði í húsaleigu. Garðurinn verður frábær viðbót.
Vinnan er svona alveg ágæt þessa dagana. Áherslubreytingar í gangi sem munu verða til þess að ég vonandi verð meira í ráðgjafahlutverkinu og minna í support. Það er nú það sem ég vil og vonandi skapar þetta reglulegri vinnudag og minni eftirvinnu á kvöldin. Sjáum svo hvað verða vill.
Í næstu viku verð ég svo í Gautaborg í 3 daga á námskeiði og ef þetta verður eitthvað í líkingu við síðasta ár þá getur þetta ekki orðið annað en skemmtilegt. Skemmtilegir kennarar og ekkert "report" helvíti eins og oft hefur verið.
Sumarfríið svo í júlí og svo áður en maður veit af er komið haust...ætli ég kroti ekki eitthvað þá líka.
lifið heil.
Arnar Thor
Ummæli
kv Munda